Upplifðu Ísland

Blog

Ferðumst innanlands

Komdu með og upplifðu ísland

Upp­lifðu Ísland verk­efnið varð til í átakinu “Ferðumst innanlands” sumarið 2020.

Þetta skemmtilega verkefni hlaut frá­bær­ar viðtök­ur, enda um ein­stakt tæki­færi að ræða til að skoða Ísland að af­stöðnu því hléi á millj­óna ferðamennsku sem senn fær­ist aft­ur til fyrra horfs.

Það að eiga þess kost að fara með svo þægi­leg­um hætti um landið, rifja upp kynni við fallega staði og náttúru, njóta samveru og borða góðan mat var vinsælla en við áttum von á. Þannig varð sumarið 2021 einnig að annasömu sumri hjá okkur þar sem við lögðum upp í hringferðir, ferðir um Norð-Austurland og svo auðvitað í hina vinsælu Vestfjarðaferð.

Nú leggjum við aðaláherslu á Vestfirðina, við vildum svo sannarlega geta boðið upp á fleiri brottfarir, en þar sem Lonely Planet hefur kosið Vestfirði einn mest spennandi áfangastað heims sumarið 2022, þá eigum töldum við okkur góð að ná þó þessum brottförum sem sumar seldust upp strax.

Við lítum spennt til sumarsins, hlökkum til endurfunda við Strandirnar, Kaldalónið, Dynjanda og alla fallegu firðina.

Hlökkum til að sjá ykkur!

samstarfsaðili