Tómas Magnús Tómasson var einn snjallasti tónlistarmaður Íslands um langa hríð, bassaleikari Stuðmanna og upptökustjóri margra mest seldu hljómplatna Íslandssögunnar.

Þeir sem áttu því láni að fagna að kynnast Tómasi og starfa með honum, minnast hans með mikilli eftirsjá og væntumþykju. Allir fundir, æfingar,tónleikar og verkefni með Tómasi voru ómælt tilhlökkunarefni. Lund hans var svo ljúf, jákvæð og gamansöm að allir litu til samfunda við hann með eftirvæntingu.

Með hugmyndinni um Tómasarlund viljum við hvetja fólk til að tileinka sér jákvæðar, örvandi og uppbyggilegt hugarþel í anda þess sem verkefnið er kennt við.

Vinir og velunnarar Tómasar hafa sameinast um verkefnið „Tómasarlund um land allt!“ Það felur í sér að rækta skóg og lund sína í senn.

Fyrstu rætur alls þessa voru nýverið í jörð settar nálægt rótum Tómasar sjálfs, í Svarfaðardal við Eyjafjörð, en hann var afkomandi séra Tómasar Hallgrímssonar á Völlum og Þórunnar konu hans.

Í samvinnu Græna hersins, skógræktarfélaga landsfjórðunganna, Upplifðu Ísland-hópsins og ótalinna vina og velunnara Tómasar M. Tómassonar, verður hvert tré gróðursett sem hvatning til að gerast betri:

Betri þegnar, betri hvert við annað, betri við landið okkar og betri í því sem við tökum okkur fyrir hendur – og það með glöðu geði.

graeni-herinn-logo
GRÆNI HERINN

Í  samvinnu Græna hersins, skógræktarfélaga landsfjórðunganna, Upplifðu Ísland-hópsins og ótalinna vina og velunnara Tómasar M. Tómassonar, verður hvert tré gróðursett sem hvatning til að gerast betri.