Upplifðu Vestfirði! – Kr. 89.900*

5 Daga ferð með hótelgistingu og Íslenskri fararstjórn í þægilegri 19 manna Benz smárútu
Uppselt er í ferðina 25/08 – En við höfum bætt við nýjum ferðum dagana 28/08 og svo aftur 01/09.

* Verð miðast við pr. einstakling og tvo í herbergi – og að ferðaávísun ríkisins sé nýtt

DAGUR 01

Reykjavík – Snæfellsnes – Bjarkalundur

Lagt upp frá Reykjavík og ekið í gegnum Borgarnes, vestur eftir Mýrum og Eyjahreppi og út með Snæfellsnesi sunnanverðu þar sem komið er við og heilsað upp á selina í fjörunni við Ytri-Tungu áður en haldið er áfram eins og leið liggur út að Arnarstapa. Áfram er svo haldið í jökulátt og komið við að Hellnum, Lónsdröngum og á Djúpalónssandi, perlu Snæfellsness.

Eftir viðkomu í Djúpalóni er ekið norðanvert Snæfellsnes í gegnum Hellissand, Rif, Ólafsvík og Grundarfjörð þar sem stoppað er við Kirkjufell sem nú er orðið heimsfrægt fyrir fegurð sína. Hinum megin Breiðafjarðar sjáum við vestfirsku fjöllin á Barðaströndinni í fjarska.

Áfram liggur svo leið okkar með viðkomu í Stykkishólmi áður en við yfirgefum Snæfellsnes og ökum vestur í Bjarkalund, hinn fræga vinnustað Georgs Bjarnfreðarsonar í Dagvaktinni, en það verður náttstaður okkar þessa fyrst nótt.

DAGUR 02

Bjarkalundur – Djúpavík – Gjögur – Drangsnes – Eyri við Ingólfsfjörð – Krossnes – Bjarkalundur

Lagt er upp frá Bjarkalundi í dagsferð Norður á Strandir, þar sem við ökum hinn nýja Djúpveg yfir Þröskulda áleiðis til Hólmavíkur þar sem við gerum stutt stopp áður en ekið er áfram, fyrir Drangsnes, um Bjarnarfjörð, Kaldbaksvík og Veiðileysu og í gegnum Djúpavík, komum við á Gjögri, þaðan í Árnes og yfir í Ingólfsfjörð þar sem vegurinn endar.

Á Eyri er einnig gömul síldarverksmiðja. Frá Ingólfsfirði höldum við yfir í Norðurfjörð þar sem við áum og njótum veitinga áður en haldið er í Krossnes þar sem fólk getur látið þreytuna líða úr sér í Krossneslauginni þar sem vegurinn endar einnig.

Eftir hressinguna í Krossnesi ökum við til baka og stoppum í Djúpavík. Þar skoðum við hina fornfrægu Síldarverksmiðju þar sem flak M/S Suðurlands liggur enn við og allt hvílir þetta undir seiðandi niðs hins gullfallega foss Eiðrofa.

Á hótelinu í Djúpavík er tilvalið að efna til kvöldverðar áður en við höldum til baka í Bjarkalund sem verður okkar náttstaður einnig að loknum þessum degi.

DAGUR 03

Bjarkalundur – Djúpið – Súðavík – Ísafjörður – Hnífsdalur – Bolungarvík

Enn leggjum við upp frá Bjarkalundi, nú áleiðis í norðurátt og ökum Djúpið, umlukt stórbrotnum fjöllum.

Við ökum Ísafjörð, Mjóafjörð, Skötufjörð, Hestfjörð, Seyðisfjörð og Álftafjörð áður en við rennum okkur inn í Skutulsfjörðinn þar sem Ísafjarðarkaupstaður verður heimsóttur.

Við gefum okkur tíma þar áður en haldið er í Hnífsdal. Við endum svo ferðalag okkar þennan dag í Bolungarvík þar sem við gistum í hinu rómaða Einarshúsi.

DAGUR 04

Bolungarvík – Flateyri – Þingeyri – Bíldudalur – Tálknafjörður – Patreksfjörður – Rauðsdalur

Frá Bolungarvík ökum við áleiðis í suðurátt með Flateyri við Önundarfjörð sem fyrsta viðkomustað. Þar komum við í Gömlu bókabúðinni, elstu upprunalegu verslun Íslands og rekin hefur verið síðan 1914.

Þaðan ökum við yfir á Þingeyri við Dýrafjörð. Frá Þingeyri ökum við Hrafnseyrarheiði og gerum stutt stopp á Hrafnseyri þar sem við getum í senn vottað minningu Jóns Sigurðssonar og Fjalla-Eyvindar virðingu okkar.

Þaðan er haldið inn Borgarfjörð, yfir Dynjandisheiði og stoppað við hinn stórbrotna foss Dynjanda. Enn verður áfram haldið og nú ökum við Geirþjófsfjörð, Trostanfjörð og Fossfjörð.

Ökum út Fossfjörð norðanverðan og komum þar við á Bíldudal þar sem fólki gefst kostur á að skoða poppminjasafn Jóns Kr. Ólafssonar.

Frá Bíldudal sækjum við svo Tálknafjörð og Patreksfjörð heim áður en ekin er Barðaströndin og að náttstað okkar, Efri-Rauðsdal.

DAGUR 05

Efri-Rauðsdalur – Flókalundur – Brjánslækur – Gilsfjörður – Búðardalur – Reykjavík

Ekið verður frá Efri-Rauðsdal, inn Barðaströnd þar sem við sækjum heim Brjánslæk og Flókalund og njótum svo útsýnis á hinni fallegu leið sem ströndin býður upp á.

Við ökum nýju Gilsfjarðarleiðina og þá “Heim í Búðardal” þar sem við minnumst Lonely Blue Boys, áður en haldið er yfir Bröttubrekku og loks heim til Reykjavíkur.

Sendu inn pöntun - veldu dagsetningu hér að neðan

Bóka þarf ferð með meira en 48 tíma fyrirvara.
Það er líka hægt að bóka í síma 570 7700 eða senda okkur tölvupóst á info@upplifduisland.is